Roger Monter er 37 ára módel frá Rio de Janeiro í Brasilíu. Roger er með sjaldgæfan húðsjúkdóm sem kallast Vitiligo eða Skjallblettir og hefur haft gríðarleg áhrif á líf Roger.
Skjallblettir eru tilkomnir vegna sjálfnæmis (autoimmunity). Slíkt næmi verður til er ónæmiskerfið (immune system) ræðst gegn hluta af eigin líkama í stað utan að komandi þátta sem kerfinu er ætlað að vinna bug á.
Í skjallblettum ræðst ónæmiskerfið á sortufrumur (melanocytes) sem framleiða litarefni húðarinnar. Afleiðingarnar verða þær að litlaframleiðslan hættir á því svæði þar sem sjálfsnæmið myndast og litlaust svæði hlýst af. Svæðið getur verið allt frá litlum afmörkuðum bletti upp í það að allur litur líkamans hverfi.
Hann var 23 ára þegar byrjaði að fá hvíta bletti á líkamann og fannst honum veröldin nánast hrynja. Það tók hann meira en áratug að sætta sig við hver hann væri og að hætt að fela sig bakvið snyrtivörur sem hann notaði til þess að fela blettina. Roger kenndi sjálfum sér um, þar sem hann las að álag og stress getur ýtt undir sjúkdóminn. Honum fannst fólk ekki vilja koma nálægt sér og horft var á hann með fyrirlitningu. Þetta allt gerði það að verkum að hann gat ekki lengur horft á sjálfan sig í spegli og endaði með slæmu þunglyndi.
Það var ekki fyrr en 2016 þegar hann kynntist fólki í ræktinni sem tóku honum eins og hann er og sýndu honum ótrúlega stuðning, að hann hafði kjark í að hætta að fela sjúkdóminn. Einn dag ákvað Roger að setja nokkrar myndir af sér á Instagram án þess að fela blettina. Engar snyrtivörur né “fillter-ar”.
Viðbrögðin vorur ótrúleg og það á jákvæðan hátt og hvatti Roger til þess að halda áfram að setja myndir af sér á samfélagsmiðla eða þangað til að ljósmyndarar fóru að hafa samband og biðja hann um að sitja fyrir á myndum fyrir tímarit.
Þessi áhrifasaga hans á samfélagsmiðlum hefur snert marga og er hann ég dag með yfir 34 þús fylgjendur. Hann hefur hjálpað mörgun sem eiga kallast “öðruvísi” til að elska sjálfan sig og láta ekki neikvætt viðhorf brjóta sig niður