Þessi melónukerti er ekki bara auðvelt að búa til, þau eru falleg líka – litrík og sóma sér vel á hvaða stofuborði sem er. Sumarleg, skemmtileg og svo er alveg ferlega sniðugt að hella vaxinu ofan í pappaglas sem síðan er klippt af. Og hvern hefði grunað að hægt væri að lita sjálft vaxið með gömlum og úr sér gengnum vaxlitum?
Það er allt hægt – og þetta er stórskemmtilegt verkefni líka!
https://youtu.be/_puccnnK8Y8
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.