Sumir dagar eru erfiðari en aðrir. Þannig er lífið bara. Maður hefur ekki alltaf tök á að forðast erfiðar og streituvaldandi aðstæður og þær geta verið yfirþyrmandi. Þá er gott að kunna góðar möntrur til að róa hugann og minna sig á það góða í lífinu. Möntrurnar hljóma vissulega sumar eins og verstu klisjur, en hvað sem því líður þá geta þær virkað, ótrúlegt en satt. Því oftar sem þú segir jákvæða setningu, því mun meiri líkur á því að þú trúir að hún sé sönn.
„Dagurinn á morgun verður betri.“
„Það er svo margt sem ég get verið þakklát/ur fyrir.“
„Ég er heppin/n.“
„Ég er alltaf sigurvegari, hvort sem ég næ markmiðum mínum eða ekki.“
„Það er alltaf sól bak við skýin.“