Alveg er það merkilegt hvað læra má mikið af litlu. Og hversu mikilvægt það er að læra þá flóknu list til hlítar til fullnustu að grúska á mörkuðum.
Hér fer tískublaðamaðurinn og alþjóðaritstjóri Vouge; Hamish Bowles yfir þá tækni hvernig á að velja flík á flóamarkaði, finna hinn fullkomna “vintage-kjól” og velja rétta dressið fyrir dansgólfið.
Skemmtilegar staðreyndir og einfaldar í eðli sínu; verða flóamarkaðir nokkru sinni samir að nýju?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.