Lætur alla heyra það fyrir að gagnrýna sig

Tess Holliday (31) lætur ekki vaða yfir sig. Hún er fyrirsæta í stærri stærð og er stolt af sér og sínum líkama. Hún setti inn mynd af sér á Instagram þann 21. janúar þar sem hún er að gefa syni sínum, Bowie, brjóst. Hún var stödd á Women´s March í Los Angeles.

Sjá einnig: Módel í yfirstærð sýnir nakinn óléttukroppinn

Þegar fólk fór að gagnrýna Tess fyrir að vera að gefa brjóst á almannafæri bætti hún við textann fyrir neðan myndina: „Til ykkar sem segið mér að „hylja mig“ þegar ég gefa barninu MÍNU brjóst. Hann var bæði a) svangur og b) öskrandi af þreytu og umkringdur fjölmenni og þetta var eina leiðin til að hugga hann!! Ég gef barninu mínu hvar sem ég vil. Lögin í Kaliforníu segja að ég megi það líka. Haldið ykkar fávísu skoðunum frá mínum líkama!

 

SHARE