Nú langar mig að skrifa svolítið til vöruflutningabílstjóra eftir pistilinn sem var birtur á hun.is fyrir stuttu.
Þar biðlaði einn bílstjóri til fólksins um að vera ekki að skjóta sér fram fyrir þá vegna hættu sem skapast við það. Jú auðvitað er það satt og rétt það á ekki að gera það.
En nú vil ég biðla til vöruflutningabílstjóra.
Núna 4 sinnum eftir að þessi pistill var birtur hef ég lent í því að hafa stórann trukk fyrir aftan mig á 60 og á 80 götu og í öll þessi 4 skipti þá eru þeir svo gott sem að kyssa hjá mér afturstuðarann. Í öll þessi skipti hef ég verið með bæði börnin mín í bílnum sem eru 5 mánaða og 5 ára. Ég er lafhrædd að hafa þessi ferlíki í rassgatinu á mér þar sem að það er mikill hraði og ekki höfðu þeir fyrir því að brúa bilið þegar verið var að koma að ljósum. Þeir þurfa líka að hafa í huga ef að einhver skildi skjóta sér fram fyrir mig og ég þarf að snarhemla. Þar sem ég er að keyra á löglegum hraða þá eiga þeir ekki að vera alveg í rassgatinu á mér, það er hægt að nota vinstri akrein til að taka fram úr ef minn hraði er ekki nógu góður fyrir þá. Allt of oft sé ég líka þessa trukka vera að keyra alveg 15-20km hraðar en hámarkshraði leyfir og ekki bara innanbæjar heldur utanbæjar líka þar sem leyfilegur hraði fyrir þá eru 80km/klst. Þar hafa þeir oft tekið fram úr mér þar sem ég er keyrandi á 90km hraða.
Ég vil bara biðja ykkur að sýna okkur líka þá virðingu sem þið viljið að við sýnum ykkur, örðuvísi gengur þetta ekki upp.
Með bestu kveðju.