Bandaríkjamenn eiga fjölmörg met og eitt þeirra hlýtur að vera þegar kemur að jólaskreytingum. Kanarnir láta ekki jólatré og seríu úti í glugga duga heldur skríða þeir upp á þak og girðingar til að koma blikkandi ljósabúnaði fyrir og leggja sig jafnvel í lífshættu fyrir.
Hér er enn ein útgáfan af blikkandi jólahúsi sem annað hvort ærir nágrannana eða færir þeim jólafrið í hjarta og sál. Eitt er þó víst að börnin elska þetta enda er lagið úr Frozen myndinni sem hefur verið ótrúlega vinsæl í ár.
Tengdar greinar:
Hvað gerist ef þú blandar saman jólaljósum og dubstep
Blikkandi jólahús í Bandaríkjunum – er verið að missa sig?
Sá sem setti upp jólaljósin var ekki í jólaskapi