Lágkolvetnaflatbaka ala Stína

Ég er aðeins að leika mér við að búa til lágkolvetnauppskriftir. Skellti í þessa áðan og hún var svona ljómandi góð og saðsöm.

250 gr rifinn ostur
3 egg
100 gr möndlumjöl
2 msk rjómaostur
1 tsk vínsteinslyftiduft
hvítlauksduft
pizzakrydd

Þessu er öllu hrært saman, ég nota bara gaffal og skál (nennti ekki að sækja hrærivél)

Svo helli ég þessu á bökunarpappír flet út eins og pizzu. Ég setti á gráðaost og pepperoni en hver og einn getur sett það sem hann vill.

180° í 15 mín.

Verði ykkur að góðu

SHARE