Ef það er eitthvað sem ég sakna þá eru það gömlu góðu lakkrístopparnir, en eftir að blóðþrýstingurinn rauk upp er lakkrís bannaður!
Ég hef ekki hugmynd um hvaðan þessi uppskrift kemur upphaflega, ef mig minnir rétt þá var það Nóa síríus kökubæklingur.
Uppskrift:
3 eggjahvítur
200 gr. púðursykur
150 gr. rjómasúkkulaði
2 pokar súkkalaðihúðað lakkrískurl
Aðferð:
Stífþeyta eggjahvítur og bæta sykri úti og þeyta áfram þar til sykur er alveg horfin.
Bæta þá söxuðu súkkulaði + lakkrískurli útí (hræra með sleif). Set með teskeið á plötu með bökunarpappír og bakað við 175 gráður í c.a 12-14 mín
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!