Lalli og litakastalinn – Falleg barnabók sem er nýkomin út.

Heiða Björk Norðfjörð gaf út sína fyrstu barnabók hér á landi hjá bókaútgáfunni Sölku fyrir nokkrum vikum síðan. Heiða útskrifaðist frá Iðnskólanum í Hafnafirði af hönnunarbraut árið 2000 en á síðustu árum hefur hún tekið þátt í myndlistasýningum víða um heim og hlotnast sá heiður að verk hennar hafa verið valin í veglegar myndalistabækur. Heiða starfar nú í Englandi og undir listamannanafninu Heidi Bjork.

Um er að ræða fallega og fróðlega bók fyrir yngstu kynslóðina. Lalli er aðalpersóna bókarinnar en hann langar ofboðslega til þess að læra að þekkja litina og telja upp á 10, en um leið kynnist hann litríkum dýrum og gómsætu hollustusnarli.

Bókin er einstaklega litskrúðug og falleg. Það getur stundum verið ævintýri líkast að læra eitthvað nýtt um umhverfið.

Í samstarfi við Heiðu og jólasveininn ætlum við
að gefa tveimur heppnum börnum bókina en
jólasveinninn ætlar að sjá um að fara með þær.

Leikurinn verður kynntur í næstu viku.



Hluti af tekjum bóksölunnar rennur til styrktar Einstökum börnum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here