Lamaðist af ótta – vill leggja mitt fram til hjálpar

Það er óhætt að segja að nú er mannkynið að upplifa tíma sem eru mjög ógnvænlegir og við erum algerlega vanmáttug um þróunn þessara tíma.

Eðlilegt er að fólk upplifi allskyns tilfinningar og engin tilfinning er röng en mikilvægt að gangast við tilfinningum sínum og finna leið til að lifa þessa undarlegu tíma á fullnægjandi hátt og í sátt.

Gott að hafa á ískápnum

Sjálf er ég búin að fara í gegnum lamandi ótta, svo mikin að ég var óstarfhæf sem penni hér á hun.is um stund og að skrifa er eitt af því sem ég elska að gera og hefur svo oft hjálpað mér á erfiðum tímum.

Ástæða þess að ég upplifði þennan lamandi ótta var sú að sonur minn kom heim í sóttkví eftir að smit kom upp í vinnunni hjá honum, starfsmaður sem hann hafði verið að kenna daginn áður var komin með Covid 19 veiruna en hér búum við þrjú saman og maðurinn minn með 4 stigs krabbamein sem er dreift um líkama hans og í erfiðri lyfjagjöf.

Ég var svo hrædd um að sonur minn væri sýktur og að maðurinn minn myndi smitast og ekki lifa af að ég lamaðist úr skelfigu í nokkra daga með tilheyrandi skemmtilegheitum eins og niðurgangi og svitaköstum, týpísk kvíðaeinkenni.

Sjá meira: kvidi-i-myndum-madur-tekur-varla-eftir-thessu/

Ég er svo heppinn að búa yfir yfirgripsmikli þekkingu á mannlegu eðli og kvíða og fleira í þeim dúr enda vinn ég sem meðferðaraðili og kann ýmsar áhrifaríkar leiðir til þess að vinna með þessa hluti.

Ég byrjaði á því að viðurkenna tilfinningar mínar og óttan, samþykkja mannleika minn og nýtti mér svo sjálfsdáleiðslu, jóga nidra og hugræna atferlismeðferð. Mynnti mig á að ég gat engu stjórnað og ef ég festist í vanlíðan þá yrði ég engum að gagni hvorki mér né öðrum.

Nú erum við búin að vera í þessari sóttkví í 5 daga og sonurinn er einkennalaus og við höfum það öll gott.

Ein af ástæðum þess að ég varð svona óttaslegin er að maðurinn minn var í lyfjameðferð sama dag og strákurinn kom heim í sóttkví og tveimur dögum eftir meðferð er hann alveg orkulaus og bara mjög veikur í einhverja daga og það triggeraði þennan ótta.

Við erum hér heima, pöntum mat úr matvöruverslun og eigum góða að sem hendast í apótek og svoleiðis ef þarf. Einnig fengum við lánað þrekhjól til að passa upp á hreyfinguna og förum í göngutúra, borðum góðan og hollan mat og nýtum okkur allskyns afþreyingu og í raun eftir að sátt náðist við stöðuna um að þetta er tilveran í dag njótum við þess að vera heima bara.

Ég játa að það er mjög undarlegt að hafa strákinn í einangrun inn í herbergi og sótthreinsa baðherbergið villt og geggjað en það er ekkert að gera nema vera jákvæður.

Það er ýmislegt sem er jákvætt þrátt fyrir allt, kærleikur og samhugur er ríkjandi í samfélaginu og ég er að byrja að vinna með hópana mína í gegnum netið svo maður bara hugsar í lausnum og bregst við.

Leyfi mér að setja heimasíðuna mína með kristinsnorra.is því mitt framlag er að bjóða fólki fagaðstoð á góðum kjörum á meðan á þessu ástandi varir.

Hér er svo facebook medferdardaleidsla ( sterk saman)

En ég hvet okkur öll til að hlúa að líkama og sál…. Þetta mun líða hjá og munum að ekki eru allar upplýsingar á netinu réttar!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here