Þessi ótrúlega girnilega uppskrift kemur frá Allskonar.is og er einstaklega ljúffeng
Uppskriftin hentar fyrir 4
- Kryddmauk
- 8 svört piparkorn
- 5 grænar kardimommur
- 3 negulnaglar
- 1 rautt chili, fræhreinsað og fínsaxað
- 2 lárviðarlauf
- 5 tsk kókosmjöl
- 12 möndlur, saxaðar
- Kjötréttur
- 700gr lambakjöt, í bitum
- 2 laukar, fínsaxaðir
- 3 msk olía
- 4 hvítlauksrif, marin
- 2.5cm engiferrót, rifin
- 1 msk kóríander, malað
- 1/2 tsk chiliduft
- 1 tsk salt
- 1.5 dl súrmjólk eða AB mjólk
- 1 tsk garam masala kryddblanda
- 400ml vatn
- 5 msk rjómi ( má sleppa)
Undirbúningur: 15 mínútur
Eldunartími: 60 mínútur
Byrjaðu á að útbúa kryddmaukið:
Settu allt innihaldsefnið sem á að fara í maukið í matvinnsluvél eða mortél og blandaðu saman svo úr verði mauk. Þú getur sett smá vatn út í til að hjálpa til. Settu í skál til hliðar.
Hitaðu olíuna á meðalhita í stórri pönnu og steiktu fínsaxaðan laukinn þar til gullinn, eða í 5 mínútur. Bættu þá við hvítlauknum og engifernum og steiktu í um mínútu til.
Settu nú kryddmaukið út í laukinn á pönnunni og steiktu í 1 mínútu. Bættu nú við kjötinu. Steiktu þar til fer að brúnast vel, hrærðu vel annað slagið til að velta bitunum um. Þetta ætti að taka um 7-10 mínútur.
Settu næst kóríander, salt og chiliduft út í og steiktu í 1-2 mínútur. Bættu næst við súrmjólkinni, um matskeið í einu. Hrærðu vel og steiktu hana vel, ekki setja hana alla út í í einu.
Þegar þú ert búin/n að steikja upp súrmjólkina þá bætirðu við garam masala kryddblöndunni og 400ml af vatni. Hrærðu vel og lækkaðu undir pönnunni. Settu lok á og leyfðu að malla í um 45 mínútur eða þar til kjötið er orðið lungamjúkt.
Smakkaðu til með salti.
Bættu rjómanum út í rétt áður en þú berð fram. Rjómanum geturðu sleppt, hann gerir sósuna þó þykkari og mýkri og getur dregið úr sterku kryddbragði ef þú vilt hafa réttinn mildan á bragðið.
Endilega smellið like-i á Allskonar á Facebook
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.