Langar þig í sólarlandaferð? Nú getur þú bókað þér kynlífsferð í sólina!

Það nægir ekki öllum að fara bara í sólarlandaferð. Nú er það orðið vinsælt hjá efnuðum breskum húsmæðrum að fara í “lúxus kynlífsferðir”

Nú eru bæði pör og einhleypt fólk að bóka sér svokallaðar pakkaferðir. Í ferðinni eru innifalin allskyns “swinger” partý þar sem fólk hittist og annaðhvort skiptir á mökum eða velur sér einhvern til að sofa hjá.

Hótel í til dæmis  Jamaica, Mexico og Lanzarote eru opinberlega að markaðssetja sig sem hótel einungis fyrir fullorðna bjóða og upp á alls kyns “þjónustu” Til dæmis kynlífsbekki við sundlaugina.

Samkvæmt Thesun eru konur að kaupa sér ferðir til þessara staða í auknum mæli. Vefmiðillinn tók viðtal við nokkrar konur og ein þeirra, sem er einhleyp með tvö börn segir: “Ég skammast mín ekkert fyrir að segja að ég fer í frí og óska eftir kynlífi. Ég fíla kinky kynlíf með ókunnugum og sumarfríið er fullkominn staður til að láta þann draum rætast.”

Neil Henderson sér um ferðaskrifstofuna Dare2Travel, sem er ferðaskrifstofa sem sér um kynlífs sumarfrí.

Hann segir að flestir sem bóka þessar ferðir séu PÖR. Oftast pör sem stunda makaskipti.

“Í þessari viku vildi maður einn bóka frí fyrir hann og tvær konur – Hann vildi augljóslega skemmta sér vel. Þessar pakkaferðir hafa selst vel í átta eða níu ár og eftirspurnin eykst með hverju árinu.”

Flestir kúnnar ferðaskrifstofunnar eru á aldrinum 30-40 ára og sumir bóka sér brúðkaupsferð á kynlífshótelin svokölluðu.

Svona ferðir eru ekki ódýrar og kosta allt frá 1.300 – 2.000 punda. Ferðirnar eru svo vinsælar að þær eru nánast uppbókaðar ár fram í tímann.

Hvað segir þú, heldur þú að íslendingar fari í svona kynlífsferðir? Værir þú til?

 

SHARE