Tix Miðasala hefur gert samning við Menningarfélag Akureyrar um notkun á miðasölukerfi Tix. Menningarfélag Akureyrar er rekstraraðili Menningarhússins Hofs, Sinfóníhljómsveitar Norðurlands sem og Leikfélags Akureyrar. Samningurinn felur í sér uppsetningu á miðasölukerfi Tix í miðasölu Hofs sem og miðasölu sem fram fer á netinu á menningarhus.is og tix.is. Stefnt er að því að taka kerfið í notkun í júní 2015 og munu þá Norðlendingar sem og aðrir geta nýtt sér þá þjónustu sem miðasölukerfi Tix hefur upp á að bjóða.
Með samningnum við Menningarfélagið hefur Tix tryggt sér langtímasamninga við tvö stærstu tónleikahús landsins, þ.e.a.s. Hörpu tónlistar- og ráðstefnuhús sem og Menningarhúsið Hof.
Tix Miðasala
Tix Miðasala var stofnuð í lok september 2014 og var miðasöluvefur fyrirtækisins opnaður formlega þann 1. október. Á vefnum er hægt að nálgast miða á hina ýmsu viðburði, eins og Iceland Airwaves, Secret Solstice, Eistnaflug, viðburði í Hörpu, viðburði í Hljómahöll og Bíó Paradís svo eitthvað sé nefnt.
Menningarfélag Akureyrar
Menningarfélag Akureyrar tók til starfa þann 1. janúar 2015. Þó um nýtt félag sé að ræða byggir það á traustum grunni 5 ára starfs í Hofi menningarhúsi, rúmlega 20 ára starfi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og tæplega aldar gömlu starfi Leikfélags Akureyrar.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.