Eitt af því sem mér finns best í heimi er avacado og ekki skemmir hvað ávöxturinn er hollur.
Hér kemur dúndurgóð uppskrift af lárperumauki.
Uppskrift:
2 þroskuð avacado ( lárperur )
2 hvítlauksrif
2 msk saxaður rauðlaukur
1/2 tómatur saxaður mjög smátt
1 tsk sítrónusafi ( mjög mikilvægt)
Aðferð:
Avacadóið er skafið úr hýðinu og steinninn tekin fra. stappað í mauk, hvítlauk, rauðlauk, og tómatnum bætt útí og hrært vel. Loks sítrónusafi og aftur hrært vel.
Fróðleikur:
Sítrónusafin viðheldur fallegum lit á maukinu og steinnin eykur geymsluþol ef settur með maukinu.
sjá einnig: https://www.hun.is/mexikobaka-sem-slaer-alltaf-i-gegn/
Lárperumauk/ Guacamole er tær snilld með öllum mexíkönskum mat og sem álegg á gott súrdeigsbrauð.
Þessi uppskrift kemur úr bókinni Rögguréttir 2
Kristín fæddist á nunnuspítala og var skírð á flugvelli í henni Ameríku.
Hún er gift og á þrjú börn og eitt barnabarn. Hún hefur að mestum hlut unnið við að efla fólk og hefur menntað sig á því sviði. Ásamt því að skrifa á hun.is vinnur hún sjálfstætt sem meðferðaraðili.
Elskar að lesa, skrifa og mála en útivist og andleg málefni heilla hana.
Hún skrifar út frá eigin reynslu, faglegu nótunum og kaldhæðnislega um upplifun sína af breytingarskeiði miðaldra kvenna. Með hækkandi aldri hefur hún lært að létta sér lífið sem húsmóðir og gera mat á einfaldan hátt en alveg afbragðsgóðan svo frá henni má sjá uppskriftir að ýmsu góðgæti.
Hennar mottó er jákvæðni út í kosmósið því hún hefur lært af lífinu að jákvæðni kemur manni ansi langt!