Lasagne með beikoni og sólþurrkuðum tómötum

Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að hér sé um að ræða besta lasagne í heimi. Já, ég fullyrði. Það er auðvitað allt gott sem inniheldur beikon. Um það verður ekki deilt.

IMG_9942

Lasagne með beikoni og sólþurrkuðum tómötum

500 gr hakk

200 gr beikon (svona sirka)

lítil krukka af sólþurrkuðum tómötum

1 lítil dós tómatpúrra

1 dós niðursoðnir tómatar

1 dl vatn

lasagneplötur

1 stór dós kotasæla

ostur

svartur pipar

salt

oregano

chillikrydd

paprikukrydd

tacokrydd (þetta í rauðu pokunum)

cayenne pipar

1/2 nautateningur

  • Steikið hakkið á pönnu við vægan hita. Kryddið með salti, pipar, papriku, oregano og tacokryddi (sirka hálfum poka). Setjið örlítið af cayanne pipar og chillikrydd eftir smekk. Saxið beikonið og steikið létt á annarri pönnu. Blandið því svo saman við hakkið þegar það hefur tekið lit. Látið beikonfituna gossa af pönnunni líka. Mmm.
  • Sigtið olíuna af sólþurrkuðu tómötunum og saxið þá smátt. Það er líka hægt að kaupa þá saxaða – mun hentugra. Bætið þeim við hakkið og beikonið. Hellið niðursoðnu tómötunum og tómatpúrrunni á pönnuna. Setjið desilíter af vatni saman við og hálfan tening af nautakrafti. Leyfið þessu að malla í góða stund.
  • Ég treysti á að þið kunnið framhaldið. Hakkblanda, lasagneplötur, kotasæla. Endurtaka. Ostur yfir. Inn í ofn á 180° í sirka 30 mínútur.

IMG_0396

IMG_0402

IMG_9933

Algjört hnossgæti – það er loforð!

Tengdar greinar:

Hakkbuff í raspi

Ofnbakað pasta með nautahakki – Uppskrift

Dásamlegar pönnukökur með hakki – Uppskrift

SHARE