Last vikunnar 12.-18. nóvember

Hæhæ,

Ég tók einhversstaðar eftir því að hægt væri að senda inn Lof og Löst og langar mig mjög mikið að ræða um þjónustumál hér á Íslandi..

Ég pantaði 2 jólagjafir 9. september (3 og hálfum mánuði fyrir jól) í Beroma í Skeifunni. Sérsaumaðar slaufur sem áttu að fara í jólapakkana hjá 2 litlum og sætum frændum mínum.
Ég hef samband við verslunina og eigandinn ákveður að gera þessar 2 slaufur fyrir mig og hafa tilbúnar fyrir ákveðinn tíma þar sem ég bý úti á landi og var að fara að skella í Reykjavíkurferð með fjölskylduna.
Ég var mjög þakklát , tek fram MJÖG þakklát , fyrir þjónustuna sem ég fékk nema hvað þegar ég mæti þá er ekki pöntunin mín á svæðinu.
Afgreiðsludaman sagðist ætla að reyna að redda þessum málum og láta senda til mín vöruna þegar hún væri búin að koma þessu áleiðis til eigandans.
Ég fékk svo enga sendingu né heyrði í neinum varðandi þessi mál svo ég sendi póst á verslunina vegna þessa máls, mjög jákvæð en auðvitað vonsvikin að hafa ekki labbað út með vöruna í fyrsta skiptið. Ég fékk svar frá eiganda verslunarinnar sem gekk svo langt að ásaka einhvern-hvern sem er- að hafa stolið vörunni. Ég svo sem kippti mér ekkert upp við það en fannst það þó skrítið að ásaka einhvern um að stela en hafa enga sönnun fyrir þessum ásökunum þó svo að þær hafi ekki beinst að neinum sérstökum. í stað þess að segja “við biðjumst velvirðingar á þessu og reddum málunum eins fljótt og hægt er” -Eigandinn ætlaði að redda þessu sem fyrst eftir að ég sendi póst í 2-3 skiptið vegna þessa máls.

Ég legg svo í mína aðra ferð til Reykjavíkur og sendi póst á verslunina um það hvort varan sé tilbúin, fæ svar um að hún sé tilbúin og að starfsfólkið sé að hringja út ósóttar tilbúnar vörur (á föstudegi fyrir helgi og dagana eftir helgi)
Þar sem ég var einungis að koma í helgarferð til Reykjavíkur þá hafði ég ekki tíma til þess að fara í verslunina til þess að ath með umrædda vöru en hringi á mánudeginum, tala við starfsstúlku sem finnur ekki vöruna mína AFTUR en segist ætla að athuga þetta mál og hringja í mig. Ekkert símtal fæ ég svo ég hringi aftur rétt fyrir lokun, hún segist ekkert finna en ætli að finna út úr þessu.
Mér fannst það samt ekki nóg miðað við fyrri sögu við þetta fyrirtæki svo ég sendi enn og aftur póst vegna þessa máls.

Við eigum nokkur orðaskipti, á “góðu nótunum” en ég að sjálfsögðu virkilega óánægð með þetta mál þar sem ég hafði beðið í 2 mánuði eftir 2 slaufum á litla gutta… gæti nú ekki tekið svona hrikalega langann tíma að búa þær til (þrátt fyrir að aðrar pantanir séu í forgang)
Aldrei í þessu ferli er ég beðin afsökunar á gangi mála eða ég beðin um að sýna þeim skilning vegna þess hversu mikið sé að gera, heldur er farið beint út í sífelldar afsakanir um hitt og þetta sem í raun tengdist ekki mínu máli. Ég bið verslunareiganda um að koma til móts við mig sem hún gerir ekki en býður mér að hætta við pöntun.
Þannig lauk okkar samskiiptum, með því að ég hætti við pöntun hjá fyrirtæki sem selur meðal annars íslenska hönnun og er það eitthvað sem ég styð frekar en eitthvað annað. Vörurnar í þessari verslun eru 100% gjörsamlega, æðislegar og alveg fáránlega fallegar en þjónustan að hálfu verslunareiganda er svo sannarlega ekki til þess að hrópa húrra fyrir og er ég hissa að sumt fólk fái yfirhöfuð leyfi til þess að stunda viðskipti miðað við hegðun!

Ef orðspor í svona litlu fyrirtæki á að haldast þá þarf þjónustulundin að snúast um 180°

kv.
Ósátt

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here