Láttu gott af þér leiða – Frí vinnustofa á föstudag

Dale Carnegie ásamt Bandalagi kvenna í Reykjavík og Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð býður kraftmiklu fólki, sem hefur áhuga á að leggja sitt að mörkum til samfélagsins og stækka tengslanetið sitt í leiðinni, á vinnustofuna Sjálfboðastarf og tengslanet föstudaginn 4. apríl kl. 13-15.

Stundum virðist sem það sé feimnismál að félagstörf efli tengslanet þátttakenda. Þannig á það ekki að vera. Það er gott að leggja sitt að mörkum fyrir samfélagið en það er líka mikilvægt okkur öllum að eiga góð tengsl við ólíkt fólk. Að taka þátt í sjálfboðavinnu opnar þér tækifæri til að kynnast skemmtilegu fólki sem hefur svipuð áhugamál og þú sjálfur. Góð samskipti er kjarninn í hugmyndarfræði Dale Carnegies. Við viljum leggja okkar að mörkum til að bæta samfélagið og hvetjum sem flesta til að gera slíkt hið sama.

ketill-jan14-001[3]

Ketill B. Magnússon

Að einstaklingar leggi samfélagsverkefnum lið með sjálfboðavinnu er forsenda þess að mörg samfélagsverkefni getiverið framkvæmd. Án sjálboðastarfsins værum við ekki með öflugar björgunarsveitir, eða hefðum getað byggtBarnaspítala, svo dæmi séu tekin. Einstaklingurinn sem tekur þátt með sjálboðastarfi fær þar líka tækifæri tll að vaxa og þroska hæfileika sína á sviðum sem hann annars myndi hugsanlega ekki geta það. Það veitir líka fólki lífsfyllingu og tilfinninguna um að það taki þátt í að skapa betra samfélag, að það sé að leggja sitt af mörkum. 

 

 

Ingibjörg Rafnar Pétursdóttir

13567_Ingibjorg_thumb[3]

Það getur enginn gert allt en allir geta gert eitthvað. Þegar fólk tekur höndum saman og skoðar sameiginlega þær áskoranir sem við stöndum frammi fyrir og leitar lausna þá gerast oft og tíðum undraverðir hlutir. Þar spilar iðulega tengslanet þeirra sem taka þátt í verkefnunum stórt hlutverk. Eitt af því sem ég hef lært af minni þátttöku í samfélagsverkefnum er að virkja tengslanetið mitt samhliða því sem ég hef fengið tækifæri til að kynnast nýju og áhugaverðu fólki og efla þannig tengslanetið enn frekar.

Smelltu hér til að skrá þig.

 

 

 

 

SHARE