Ef hárin á augnabrúnunum eru plokkuð alltof oft geta þau hætt að vaxa og augnabrúnirnar verða þynnri. Eina leiðin til að fá aftur þykkari augabrúnir, er að leggja frá sér plokkarann og gefa þeim tíma til að vaxa að nýju.
Það tekur hárin í augnabrúnunum 3 til 4 mánuði að vaxa, en þú ættir að sjá árangur eftir sex til átta vikur. Það getur tekið allt að einu ári þangað til þær hafa náð að fullum vexti.
Nýju hárin koma fyrst á endunum og þú verður að halda aftur af þér að plokka þau. Í staðinn þarftu að finna ráð til að hafa stjórn á þeim, til dæmis með því að greiða þau daglega og bera í augnabrúnagel á þær til að halda þeim niðri.
Sjá einnig: Viltu læra að móta og fylla inn í augabrúnirnar þínar?
Þú getur prófað að nota kókosolíu eða jafnvel laxerolíu til að auka hárvöxtinn. Berðu olíuna á augnabrúnirnar fyrir háttinn, og láttu liggja á þeim yfir nóttina. Þrífðu olíuna af næsta dag svo þú fáir ekki útbrot.
Þegar hárin hafa loksins náð að vaxa og þú ert komin með þykkar augabrúnir, skaltu fara varlega áður en þú byrjar að plokka þær að nýju. Best er að láta snyrta þær á snyrtistofu ef þú getur ekki haldið aftur af þér með plokkarann.
Heimildir: Fréttatíminn