Lauslæti eða bara að njóta?

Hvað er að vera lauslátur? Þarf maður að hafa sofið hjá X mörgum ? eða í X mörg skipti ?

Við vínkonurnar sátum um daginn og bárum saman bækur okkar, nei, ok náðum nú ekki heilum bókum, En listi var það.

Er ekki, til að byrja með, ágætis viðmið að á meðan maður getur ennþá nefnt þá alla er maður í ágætismálum? Maður spyr sig.

Stelpurnar flestar komnar yfir þrítugt, ein hafði verið einhleyp meira og minna allan sinn hjásvæfutíma og var komin yfir 30 hjásvæfur! Önnur hafi átt mann í ein 15 ár og fannst þessi vinkona sín heldur lauslát. „ÞRJÁTÍU MENN,“ æpti hún upp yfir sig, með frussi og öllu, svo mikið var sjokkið. Á meðan sú gifta jafnaði sig, héldu hinar áfram. Ein þeirra var nú reyndar heldur yngri, rétt skriðin yfir tvítugt og fannst 30 bara nokkuð gott, „bara þrjátíu“ sagði hún. Sú „lausláta” var upp með sér!

Jebb, bara þrjátíu og ég man nöfnin á þeim öllum! (ok nema eins). Önnur sagðist alltaf byrja bara uppá nýtt að telja þegar hún væri komin uppí 30. Þannig eftir 30 mundi þetta núllast! Það er líka fínasta aðferð.

Ef maður hugsar þetta svona, sú einhleypa hefur jú vissulega komist í tæru við fleiri limi heldur en sú harðgifta en hvor þeirra ætli hafi nú sofið oftar hjá svona heilt yfir? Þar á sú gifta skilið nóbel, þar sem hún er svo sannarlega gift graðhest og fer nánast vísvitandi óþrifin í rúmið til þess að fá frið! (þó það virki nú sjaldan á þann graða)! Þau giftu hafa gert það á stöðum sem sú einhleypa hefði ekki einu sinni órað fyrir að væri hægt að stunda kynmök á! (og er mögulega afbrýðisöm fyrir vikið)

Sú einhleypa hefur hinsvegar þurft að þola skírlífi svo mánuðum skipti, þó hún fái sér gott í kroppinn með sitthvorum limnum á einum mánuði! Er hún þá lauslát? Á meðan sú gifta er heppin á hverju kvöldi! Hvor þeirra er þá lauslát ? Ég veit ekki með ykkur, en það hljómar svolítið eins og sú gifta! Láta bomba sig dag eftir dag!

Æi megum við kannski bara öll njóta án þess að dæma og vera þá bara öll lauslát í friði.

 

 

 

SHARE