
H&M heldur áfram að koma með nýjungar og ef þú elskar svartan lit og flíkur í dökkum tónum þá skaltu fylgjast vel með nýrri línu sem kemur á markaðinn þann 1. Nóvember.
Innblástur línunnar er úr rokk grunge umhverfinu og inniheldur mikið leður, hrátt gallaefni og ýmsa töffaralega fylgihluti. Hálf brasilíska fyrirsætan Alice Dellal var fengin sem andlit auglýsingaherferðarinnar og þykir mér það viðeigandi enda hrá og töff stelpa hér á ferð.