Leiðin að hamingjunni?

Hvað er hamingja? er eitthvað sem ég hef oft pælt í og hvað þurfum við að gera til að vera hamingjusöm.. hérna eru nokkrir punktar

1.     Maður þarf ekki að fara í einhverjar róttækar aðgerðir.
Það er líklega best að byrja á grundvallaratriðum frekar en fara í langar hugleiðslur eða reyna að svara einhverjum flóknum spurningum um eigið sjálf. Viturlegra væri að fara frekar snemma  í háttinn og passa upp á næringuna. Vísindin styðja þessi viðhorf. Þetta tvennt hefur ótrúlega mikil áhrif á hamingju fólks. Temdu þér að fá góðan nætursvefn.  
2. Láttu sólina ekki setjast yfir reiði þína.
Ég hafði raunar alltar reynt að losa við reiði úr huganum áður en ég fór í rúmið. Rannsóknir sýna að það er tómt rugl að það sé hægt að losa sig bara si svona við reiðina. Þegar fólk þenur sig í reiði út af minni háttar málum gerir það ekkert nema auka á vanIíðanina en þegar maður ræðir ekki einu sinni reiðina mun hún oftar en ekki gufa upp.

3. Farðu í svolítinn þykjustuleik.
Tilfinningar fylgja aðgerðum. Nú líður mér ekki vel og þá vinn ég í því að láta eins og ég sé kát. Mér fer að líða betur.  Ef þú ert reið við einhvern er snilld að gera eitthvað notalegt fyrir hann og það dregur úr reiðinni. Þetta er alveg lygilega góð aðferð!  


4. Spáðu í að þó maður geti ekki gert allt vel er það samt þess virði að gera það.
Það skiptir miklu máli að taka áskorunum og gera eitthvað nýtt. Það er mjög áhugavert að standa frammi fyrir einhverju óvæntu og þegar manni tekst að leysa málin er það mikill gleðigjafi. Fólk sem gerir eitthvað nýttt, lærir nýjan leik, ferðast til staða sem það hefur ekki áður komið á er mun ánægðara en þeir sem gera bara það sem þeir kunna og hafa margoft gert.  Ég minni sjálfa mig oft á að hafa líka gaman af að mistakast.
5. Ekki verðlauna þig þegar þér líður illa.
Ég verðlauna mig ekki endilega með því sem er gott fyrir mig. Ánægjan er skammvinn en sektartilfinningin eykur bara á ömurleikann sem hefur náð tökum á mér. Það er auðvelt að hugsa sem svo: mér fer að líða betur þegar ég er búin að drekka nokkur glös af rauðvíni …………borða vel af ís……………..fá mér að reykja…………kaupa mér einhverja fallega flík………… en hvernig væri að stöðvast við og hugsa um hvort þetta muni breyta nokkru.
6. Kauptu þér svolítið af hamingju.
Til þess að okkur geri liðið vel þurfum við að finna fyrir ást og væntumþykju. Við þurfun að vera ánægð með það sem við erum að gera og finna að við getum haft stjórn á lífi okkar. Við getum ekki keypt allt þetta fyrir peninga en þeir geta hjálpað okkur. Mér hefur lærst að nota peninga til að geta haft meiri samskipti við fjöskyldu mína og vini, bæta heilsuna, ganga betur í vinnunni, draga úr því sem fer í taugarnar á mér, styðja mál sem skipta einhverju og að gera ýmislegt sem stækkar sjóndeildarhringinn. Dæmi um þetta er að áður en systir mín gifti sig eyddi ég þó nokkrum peningum í núyja mydnavél. Hún var dýr en hún hefur nú þegar veitt mér mikla ánægju.

 

7. Ekki krefjast bara hins besta.
Það eru tvær leiðir til að taka ákvörðun. Það eru hinir ánægðu sem taka ákvörðun á vissum punkti. Þegar þeir t.d.  finna hótelið sem uppfyllir svo sem væntingar þeirra eru þeir ánægðir.  Svo eru hinir  sem vilja aðeins það besta, vilja bara velja eins vel og mögulegt er. Þó að þeir hafi fundið hjól eða bakpoka sem þeim líkar ágætlega geta þeir ekki ákveðið sig  fyrr en þeir hafa skoðað öll hjól og alla bakpoka! Fyrri hópurinn er yfirleitt ánægðari en sá síðari. Síðari hópurinn þarf yfirleitt miklu meiri tíma og eyðir meiri orku í að velja og þessu fylgir oft þó nokkur kvíði. Stundum er gott bara alveg nógu gott.

8. Æfðu til að auka orkuna.
Það er algeng afsökun að finnast maður vera of þreyttur til að æfa.  Líkamsæfing er eitt það besta sem hægt er að gera fyrir hugann. Þó að ég fari ekki nema í 10 mín. göngutúr er eins og tilveran verði bjartari á eftir.

9. Hættu að tuða.
Við vitum öll að það rennur inn um eitt og út um hitt, t.d. hjá maka okkar.. það hefur oftast ekkert í för með sér nema leiðindi og við náum okkar ekki fram með tuði. Það er líka bara svo miklu þægilegra að standa ekki í tuði. Stundum erum við líka að tuða út af einhverju sem við viljum að aðrir geri þegar VIÐ viljum það.. það virkar oft bara ekkert þannig, af hverju þarf alltaf allt að gerast á okkar tíma? getum við þá ekki bara gert það sjálf og sparað okkur tuðið?

10. Taktu málin í þínar hendur.
Sumir halda að hamingjan sé eitthvað í skapgerðinni sem maður fæðist með. Annað hvort er maður Eyrnarslapi eða Tígri og ekkert við því að gera.  Það er alveg rétt að erfðir skipta miklu en maður ræður þó furðu miklu sjálfur um hamingju sína. Það virkar að huga að eigin hamingju og vinna í því að rækta hana og viðhalda henni. Spáðu í ráðin hér að ofan og byrjaðu að vinna í eigin hamingju. Þú ferð fljótlega að sjá árangur.

 

 

 

 

Ýmsar heimildir um hamingjuna fengnar af veraldarvefnum

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here