Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti fyrr í dag ítarlegt fræðslumyndband á Facebook, þar sem farið er yfir hvað skuli gera ef börn verða fyrir kynferðisbroti.
Myndbandið sjálft er hluti af verkefninu Leiðin áfram, en vefsíða verkefnsins var opnuð fyrr í þessari viku og má þar finna leiðbeiningar fyrir börn um hvernig þau eigi að bregðast við ef þau verða fyrir kynferðisbroti. Gefin hafa verið út tvö myndbönd, en fyrra myndbandið má sjá hér að neðan og er það ætlað börnum yngri en 14 ára.
Seinna myndbandið má einnig sjá hér að neðan, en það myndband inniheldur leiðbeiningar fyrir börn 15 ára og eldri – um hvernig þau skuli bregðast við ef þau verða fyrir kynferðisbroti. Á vefsíðunni er einnig að finna leiðbeiningar fyrir aðstandendur, hlekki á gagnlegar upplýsingaveitur og svo fræðsluefni fyrir fagaðila.
Sjálfa vefsíðu Leiðin áfram má skoða HÉR en hér að neðan má sjá bæði myndböndin:
Tengdar greinar:
Hefur mér verið nauðgað? Eða hef ég verið misnotuð?
Við höfum fengið NÓG af heimilisofbeldi
„Gerendurnir eru ekki bara grimmir vondir karlar sem kippa börnum upp í bíl“
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.