Leikkonan Amanda Bynes (28) hefur látið leggja sig inn á Las Encinas geðspítalann í Pasadena, samkvæmt heimildum RadarOnline.com.
Heimildarmaður sagði Radar: „Amanda hefur samþykkt að koma heim til Los Angeles og foreldrar hennar eru vongóðir um að hún fái þá hjálp sem hún þarf á að halda.“
Leikkonan lenti á flugvelli í Los Angeles á föstudag en hún hefur sakað föður sinn, Rick, um að hafa beitt sig ofbeldi.
Amanda lendir á LAX:
Fyrr um daginn sendi Lynn Bynes, móðir Amanda, ásamt Rick, eiginmanni sínum út fréttatilkynningu þar sem sagt er: „Ég er gjörsamlega miður mín fyrir hönd eiginmanns míns til 47 ára. Rick er besti pabbi og eiginmaður sem hugsast getur. Hann hefur aldrei beitt Amanda ofbeldi, né nokkurt annað barn, hvort sem það er líkamlegt ofbeldi eða kynferðislegt. Þessar ásakanir eru hræðilegar og gætu varla verið fjarri sannleikanum.“ Sagt er að foreldrar Amanda séu að vinna að því þessa dagana að svipta leikkonuna sjálfræði en það væri ekki í fyrsta skipti sem það er gert. Í þessu myndbroti sést þegar Amanda er að koma á spítalann: