Mina Gerges er kanadískur háskólanemandi sem hefur með uppátækjum sínum síðustu mánuði náð meira en 35 þúsund fylgjendum á Instagram síðu sinni.
Mina hefur dundað sér við það síðustu mánuði á milli þess að læra undir próf að leika eftir myndir af þekktum stjörnum á borð við Kim Kardashian og Nicki Minaj. Þessum myndum hefur hann síðan deilt á Instagram síðu sinni og má segja að hann sé orðinn nokkurskonar netstjarna.
Hinn 20 ára gamli Mina býr til öll dressin sjálfur úr gardínuefni sem hann festir saman með títuprjónum en annað festir hann saman með lími. Með myndunum vill Mina vekja fólk til umhugsunar um klæðnað stjarnanna og hversu mikið er átt við myndir af þeim. Mina bendir á að myndir af fræga fólkinu ýti undir óraunhæfar útlitskröfur og neikvæða líkamsímynd.
Tengdar greinar:
Apar eftir frægum – setur myndirnar á Instagram
Rassa sjálfsmyndir á Instagram er nýjasta æðið
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.