Leita sér að einveru inni á baðherbergi

Það er alveg vitað að salerni hafa fæst, seiðandi og huggulegan blæ, en það kemur kannski sumum á óvart hversu margir foreldrar nota salerni sem griðarstað.

Í nýrri könnun kom það í ljós að 64% foreldra leitast oft við að komast í minnsta rými hússins til þess að fá smá frið og ró. Foreldrar sem eru tættir eftir daginn, frekjuköst og eltingarleiki við barnið þurfa oft tíma fyrir sig og er þessi tími mjög oft kl 15:53 síðdegis.

Það kemur sumum kannski ekki á óvart að 69% þessara foreldra, sem flýja á griðarstaðinn sinn, eru konur. Konur fá að meðaltali 15 mínútur á dag fyrir sjálfar sig á meðan pabbarnir eru á salerninu í 13 mínútur, að meðaltali, á dag. Margar mömmur kannast við það að vera búnar að finna sér smá ró og næði einhversstaðar og þá eru börnin mætt á svæðið og jafnvel banka á hurðina.

Í könnuninni segir semsagt að í þessari tíbísku viku þá fari foreldrar að meðaltali 3,5 sinnum inn á salerni til að fá að vera ein. Það kom líka í ljós að 34% af þátttakendum forðast það að segja frá því þegar ætlunin er að fara á salernið, til þess að fá frekar að vera í friði. 18% fundu fyrir sektarkennd og skömm yfir því að vera að leita sér að næði inni á baðherbergi.

 

Já það virðist taka sinn toll að vera foreldri á þessum síðustu og verstu tímum því allir hafa troðfullar dagskrár og ekki mikill frítími fyrir einveru.  Ef  þetta er það sem þarf til þess að fá smá tíma fyrir sig, þá er um að gera að fara inn á bað, læsa að sér og anda djúpt og njóta.

Heimildir: DailyMail

SHARE