Eins og kom fram í færslu hjá mér fyrir skemmstu stendur til ferming í fjölskyldunni og það er sko meira en að segja það að plana eina slíka. Við vorum komin með skrautið en það þarf auðvitað að vera með köku fyrir fermingarbarnið líka. Við fórum því á stúfana og leituðum að hagstæðum kaupum.
Við fengum á einum stað Veislubækling í hendurnar sem við fórum að glugga í eitt kvöldið. Þetta var veislubæklingurinn frá Bakarameistaranum en hjá þeim er hægt að velja um 3 tegundir af veislum, fer bara allt eftir því hverju þú ert að leita að.
Veitingarnar í bæklingnum voru svo ótrúlega girnilegar að þær fönguðu athygli okkar strax en Bakarameistarinn er ekki bara með kökur heldur líka ostabakka, grænmetisbakka, tortillubakka, samlokubakka, graflax, vorrúllur og fleira.
Við sem lögðum upp með það að kaupa bara eina köku enduðum með því að kaupa tilboð 3, tvennutilboðið, því verðið var svo ótrúlega hagstætt. Fermingarkakan verður ekkert smá flott og við erum líka með kransakökuna og erum endalaust sátt. Nú erum við tilbúin í stóra daginn!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.