Veitingastaðurinn Lemon hefur opnað annan stað á Laugavegi 24 og er hann kærkomin viðbót í fjölbreytta flóruna í miðborginni.
Lemon opnaði sinn fyrsta stað á Íslandi á Suðurlandsbraut 4 föstudaginn 8.mars og viðtökur hafa verið framar björtustu vonum og fóru eigendur því fljótlega að líta í kringum sig með staðsetningar á fleiri stöðum og varð miðbærinn fyrir valinu enda húsnæði á besta stað í borginni fögru.
Um daginn var einnig kynnt til leiks Lemon Pop-Up sem er veisluþjónusta Lemon en þá mæta 2 djúsarar á staðinn, tónlistin frá DJ Margeir hljómar og sælkerasamlokur á veislubökkum – þú færð Lemon til þín í orðsins fyllstu merkingu.
Lemon leggur áherslu á einstakar sælkerasamlokur, ferskustu djúsa landsins og einstakt andrúmsloft og stemningu.
Nú ætlum við á Hún.is í samstarfi við Lemon að gefa 2 heppnum lesendum gjafabréf fyrir 2 á Lemon á Laugaveginum. Eina sem þú þarft að gera er að skrifa „já takk“ hér fyrir neðan og auðvitað vera vinir okkar á Facebook hér og þá ertu komin í pottinn. Við drögum út í fyrramálið!
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.