Lenti í alvarlegu bílslysi og þurfti að endurhugsa framtíðina

Sigríður Thors var ein þeirra sem var valin til að taka þátt í Dale Carnegie námskeiði sem fór fram fyrir jólin.

 

Sigga, eins og hún er alltaf kölluð, er 31 árs, tveggja barna móðir í sambúð og sagði okkur þetta fyrir námskeiðið: „Ég hef verið að vinna sem yoga- og ballettkennari síðastliðin tíu ár en lenti í alvarlegu bílslysi í ágúst 2011,“ og segist Sigga hafa þurft að endurhugsa alla sína framtíð í kjölfarið.

 

„Slysið sem ég lenti í hafði mikil áhrif á mig. Að neyðast til þess að endurhugsa starfsferilinn hefur verið ákveðin áskorun. Ég þarf á því að halda að byggja sjálfa mig upp og finna hugrekki til þess að breyta um vinnu. Byggja upp sjálfstraustið. Það sem er verið að kenna á námskeiðinu er eitthvað sem mun nýtast mér í því sem mig langar til þess að gera,“ sagði Sigga.

 

Sigga vonaðist til þess að efla sjálfstraustið sitt á námskeiðinu og að hún yrði frjálsari til þess að vera hún sjálf í kringum fólk sem hún þekkir lítið sem ekkert.
„Mér fannst þjálfarinn mjög góður og mér fannst ég fá góða speglun og ábendingar frá honum,“ segir Sigga. „Mér finnst ég hafa öðlast meiri trú á sjálfri mér og þori að sækjast eftir því sem ég vil.“
Að lokum segir Sigga: „Ég lærði helst að tjá mig á þann hátt að það nái til fólks og mér hefur verið boðið að vera aðstoðarþjálfari núna í febrúar og ég er mjög spennt yfir því.“

Ókeypis kynningarfundir hjá Dale Carnegie

Næstu daga verða í boði ókeypis kynningarfundir. Þar gefst einstaklingum færi á að upplifa Dale Carnegie af eigin raun á 60 mínútum.

Skráning fer fram á hér!

DALE_merki

Tengdar greinar: 

„Við eigum öll okkar fortíð“

Náðu fram því besta í fari þínu hjá Dale Carnegie

SHARE