Svo virðist sem Leonardo Dicaprio sé að reyna að hrista af sér ímynd ljóshærða og bláeygða hjartaknúsarans, sem heimsbyggðin féll fyrir á sínum tíma. Leikarinn knái mætti að minnsta kosti fúlskeggjaður, með hárið sleikt aftur í snúð, á tískusýningu Giorgio Armani á síðasta fimmtudag.
Sjá einnig: Þú getur gist heima hjá Leonardo DiCaprio fyrir 607 þúsund krónur
Leo, eins og hann var þegar við féllum fyrst fyrir honum.
Hann er nú ekkert síðri svona. Fjallmyndarlegur alveg hreint.
Sjá einnig: Leonardo DiCaprio leitar að ástinni: Vill ekki fræga konu