Leonardo DiCaprio hefur lengi haft veikan blett fyrir fyrirsætum, ef svo má að orði komast. Kappinn hefur átt vingott við þær þó nokkrar, þar á meðal Gisele Bundchen, Bar Refaeli, Erin Heatherton og Toni Garrn – svo einhverjar séu nefndar. Fyrir stuttu greindum við frá því að Leo væri í leit að ástinni og að hann vildi ekki fleiri frægar kærustur.
Sjá einnig: Leonardo DiCaprio leitar að ástinni: Vill ekki fræga konu
Eitthvað virðist það nú hafa breyst en samkvæmt slúðurmiðlum vestanhafs er Leo kominn með enn aðra fyrirsætuna upp á arminn. Sú heppna heitir Kelly Rohrbach og er 24 ára gömul.
Sjá einnig: Er Leonardo DiCaprio orðinn blankur?