Leyfði fólki að gera hvað sem er við sig í 6 klukkutíma

Listakonan Marina Abramović frá Serbíu hefur vakið athygli um allan heim fyrir stórtæka og einstaka gjörninga sína. Á áratugalöngum ferli sínum hefur hún aldrei skorast undan áskorunum, hvort sem þær eru líkamlegar eða andlegar, allt í nafni listarinnar.

Marina hefur skorið sig uppi á sviði, starað í andlit ókunnugra klukkutímum saman og verk hennar hafa snert við fólki og haft mikil áhrif á þá sem horft hafa á.

Einn svakalegasti gjörningur Marinu var samt árið 1974 þegar hún bauð almenningi að gera hvað sem þau vildu við líkama hennar í 6 klukkustundir. Verkið kallaði hún „Rhythm 0“ og það fór þannig fram að hún stóð við hliðina á borði með 72 hlutum.

Þarna má sjá fjaðrir, hlaðna byssu, skæri, keðjur og fleira. Marina var með einfaldar reglur varðandi gjörninginn. Viðstaddir máttu nota hvaða hlut sem er af borðinu á hana og hún myndi ekki hreyfa sig eða berjast á móti.

Seinna átti Marina eftir að segja í viðtali við „The Guardian“: „Ég var með hlaðna byssu þarna minn kæri, ég var tilbúin að deyja.“

Í fyrstu var fólk mjög hikandi við að gera nokkuð við Marina og fólk rétti henni blóm, snerti hana létt og stilltu henni upp eins og gínu. En eftir því sem tíminn leið fór andrúmsloftið að breytast. Sumir fóru að rífa fötin hennar og aðrir skáru húðina hennar með beittum hnífum og ein manneskja hélt hlaðinni byssunni við höfuð hennar.

Eftir 6 klukkustundirnar fór Marina að hreyfa sig aftur og þá var eins og viðstaddir hrykkju upp úr einhverskonar ástandi og sáu Marinu aftur sem manneskju en ekki sem hlut. Hún var grátbólgin og blóðug og fólk fór að flýja af vettvangi.

Ef þið viljið sjá meira um þetta getið þið séð umfjöllun um þetta á Youtube.


SHARE