Steph Gongora skammast sín ekki fyrir að vera á blæðingum og finnst að konur eigi ekki að skammast sín fyrir það yfir höfuð. Hún birti þetta myndband af sér, á Instagram, í seinustu viku þar sem hún stundar jóga. Hún notar ekki bikar, tíðatappa eða bindi og leyfir blóðinu bara að koma, í gegnum hvítar jógabuxur.
Steph skrifaði, meðal annars, við myndbandið: „Ég er kona. Þess vegna blæðir mér. Það er subbulegt, sársaukafullt, hræðilegt og fallegt. Samt veistu það ekki, því ég fel þetta. Ég gref þetta ofan í botninn á ruslafötunni. Ég anda, veikluleg og vandræðaleg í gegnum krampana og lími á mig gervibros.“
Steph segist ekki skilja af hverju konur eru hræddar við að tala um tíðatappa eða líður eins og þær þurfi að sleppa því að mæta á viðburði vegna blæðinga og ótta við að blæða í gegnum fötin sín. Hún segist ekki skammast sín fyrir blæðingar sínar og finnst engin okkar eigi að gera það.
„Í hundruði ára hefur kúltúrinn kennt okkur að skammast okkar fyrir að blæða og látið okkur skammast okkar og finnast við vera skítugar. Hættið að þykjast og nota eitthvað annað nafn yfir blæðingar og vera hræddar við að segja blóð og leggöng. Ekki eyða svona miklu púðri í að fela þann hlut sem hjálpar okkur að eignast börn,“ skrifaði Steph.
„Talið um þetta. Fræðið dætur ykkar. Hjálpið þeim að skilja að þetta er bæði óþægilegt og einnig gjöf, sem maður á ekki að skammast sín fyrir. Fræðið syni ykkar svo þeir hrökkvi ekki í kút við að heyra orðið „túrtappi“, svo þeir geri ekki grín að stúlku sem lendir í að fá blóð í gegnum buxurnar í miðjum tíma. Rjúfum þennan hring af skömm og skorti á umburðarlyndi.“
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.