Leyndarmálið að betri fullnægingu

Karlmenn og konur, lesið þetta endilega. Þið sjáið ekki eftir því. Gott kynlíf er afar gott fyrir heilsuna og gefur lífinu lit.

Áttu erfitt með að fá fullnægingu? Eða myndi þig langa að fullnægingin væri ennþá öflugri?

Nokkrir kynlífsráðgjafar tóku saman þennan lista yfir það hvernig þú nærð hámarks unaði út úr þínu kynlífi.

Að hitta á réttu svæðin.

Einföld stelling getur framkallað góða fullnægingu. En það er t.d afar gott fyrir konuna að vera ofaná, þá fær hún örvun á snípinn því að hann nuddast við lífbeinið á makanum. Annað gott ráð er líka að konan liggur á bakinu með púða undir rassinum og fær þá þessa sömu örvun.

Vertu opin með það sem þér finnst gott.

Karlmenn vilja fá leiðbeiningar. Leyfðu makanum að vita hvort hann sé á réttri leið annað hvort með að segja honum það eða gefa frá þér góðar stunur.

Sjá einnig: Kynlífið: Hvaða stjörnumerki á best við þig?

Lærðu á sjálfa þig.

Þú getur ekki leiðbeint makanum ef þú veist ekki sjálf hvað þér finnst gott og hvað ekki. Til að þjálfa líkamann til að fá fullnægingu þá er mælt með sjálfsfróun.

Gerðu grindarbotnsæfingar.

Grindarbotnsæfingar eru æðisleg æfing fyrir konur sem vilja breyta þessum normal fullnægingum í þessar sem eru geggjaðar og ógleymilegar. Það er sagt að 10 mínútur á dag í grindarbotnsæfingar sé nóg.

Taktu smá áhættur.

Rannsóknir sýna að sækjast í smá spennu, hvort sem það er að fara og klífa fjall eða bara að sjá hryllingsmynd að þá örvar það dópamínið í heilanum sem kemur þér í stuð.

Seinkaðu fullægingunni.

Þeim mun meira sem þú tefur fullnæginguna, þeim mun öflugri og jafnvel lengri er hún.

Skoðaðu klám.

Klám er ekki bara um stór typpi og munnmök. Erótískar kvikmyndir og bækur geta verið smekklegar og örvandi og þeim mun meira örvuð sem þú ert því betri líkur á fullnægingu.

Prufaðu frumlegan forleik.

Ef það tekur þig lengri tíma en maka þinn að hita upp þá getur verið spennandi að byrja daginn á t.d erótískum tölvupósti, heitu og sexy sms-i eða ferð í undirfataverslun og kaupa eitthvað sexy sem þér hefði aldrei dottið í hug að þú myndir fara í.

Sjá einnig: Kynlífið: Hvað er „pegging“?

Athugaðu lyfin þín ef þú ert að taka einhver.

Konur er líklegri en karlmen til að taka þunglyndislyf sem hafa þær slæmu aukaverkanir að slökkva á allri löngun í kynlíf. Ef þú ert að taka þessi lyf og löngun í kynlíf er horfin, talaðu þá við lækninn þinn.

Fáðu aðstoð snemma.

Hafir þú aldrei náð að fá fullnægingu með maka þínum, leitaðu þá hjálpar sem allra fyrst. Það eru til kynlífsfræðingar sem geta aðstoðað í svona vandræðum.

SHARE