Hrúturinn
Hrúturinn er fæddur leiðtogi. Það er ekki hægt að neita því! Það er samt mjög mikilvægt fyrir Hrútinn að hafa það í huga að ef hann er ekki við stjórnvölin, að brjóta sér ekki leið til valda. Hann á það til að vera svolítið aðgangsharður á stundum.
Nautið
Nautið er almennt mjög þrjóskt stjörnumerki. Það sem færri vita er að Nautið elskar fallega hluti. Það safnar fallegum hlutum og vill skapa fegurð við hvert einasta tækifæri.
Tvíburinn
Tvíburinn elskar að tala og kynnast fólki. Hann segir yfirleitt það sem honum dettur í hug en hugsar það ekkert mikið. Hann þarf að passa sig stundum og hugsa um orðin áður en þau koma út.
Krabbinn
Krabbinn er sá sem stillir til friðar í hópum. Það getur samt tekið á að vera í því hlutverki svo Krabbinn verður að gefa sér tíma til að hlaða batteríin og hugsa vel um sig alla daga.
Ljónið
Ljónið er það merki sem er hvað staðfastast. Ef það vill eitthvað þá hættir það ekki fyrr en það er orðið að veruleika. Ljónið er drífandi og heillandi og þú ættir að reyna að sleppa því að skemma fyrir þeim.
Meyjan
Meyjan er einfaldlega góð manneskja. Hún er jarðbundin, ástrík, traust og trygg. Meyjan getur líka verið svolítill einbúi og þarf að passa sig að gera eitthvað félagslegt á hverjum degi.
Vogin
Vogin er skynsöm og með góða rökhugsun og nýtur þess að hafa jafnvægi og sanngirni í kringum sig. Fólk í Voginni eru góðir sáttasemjarar en eiga það til að vera hlutdræg.
Sporðdrekinn
Ofar öllu vill Sporðdrekinn sannleikann. Hann er ástríðufullur en á það til að vera eigingjarn, afbrýðisamur og fær gjarnan þráhyggju. Hann leitar að sannleikanum en þarf að passa sig að koma vel fram við fólk í þeirri leit sinni.
Bogmaðurinn
Bogmaðurinn elskar að lenda í ævintýrum. Hann vill flakka um og þarf tíma til að kanna nýja staði og upplifa nýja hluti. Ef þú ert ástfangin/n af Bogmanni þarftu að vera tilbúin/n fyrir þetta.
Steingeitin
Steingeitin er það stjörnumerki sem er líklegast til að ná frama. Hún er markviss en á það til að taka hlutina hægt og rólega. Hún er nákvæm og mjög greind.
Vatnsberinn
Vatnsberinn er mikill mannvinur. Hann getur átt erfitt með að tjá sig en gefur oft meira af sér en hann er að fá frá öðrum. Það getur haft þær afleiðingar að hann verður gramur út í sína nánustu.
Fiskurinn
Fiskurinn er mikill listamaður, hvort sem það er að teikna, syngja, skrifa eða hvað það nú er. Hann hefur gott ímyndunarafl og þarf stundum að láta koma sér niður á jörðina.
Heimildir: Higherperspective.com
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.