Tískunistið CRAVE er leynivibrator í örstærð

Örsmár vibrator sem líkist einna helst fallegu hálsmeni og er í raun fylgihlutur, er kominn á markað og það sem meira er, hann er gullfallegur.

Tækið heitir Crave’s Vesper og er örgrannur, hann er gerður úr ryðfríu stáli og er í laginu eins og nisti, sem fest er í keðju. Hægt er að fá litla fylgihlutinn í silfur, kopar og 24 karata gullhúðun á litlar 5000 íslenskar krónur utan tolla og sendingargjalda, en hægt er að panta nistið gegnum vefsíðuna CRAVE en slíkum vinsældum hefur litli fylgihluturinn átt að fagna að allt upplag er uppselt í augnablikinu og vinna framleiðendur að því hörðum höndum að koma nýju upplagi á markað hið fyrsta.

Hinn laumulegi vibrator er í laginu eins og nagli og er afar hljóðlátur, en hann er útbúinn USB tengi sem tengt er við tölvu til að endurhlaða gripinn og er svo hljóðlátur að minnir einna helst á hvísl.

 

article-2716031-203F130000000578-707_634x404

Vesper er fáanlegur í silfri, kopar og með 24 karata gullhúð 

 

Á vefsíðu CRAVE segir Ti Chang, hönnuður vibratorsins hljóðláta, að útlitið og notagildi sé tvíþætt, að vibratorinn sé fallegur ásýndar og geti þjónað sem glæstur fylgihlutur og fallið vel að vel sniðinni blússu.

Fyrsti vibrator fyrirtækisins, sem er í eigu þeirra Ti og Michael Topolovac, kom á markað árið 2012 og ber heitið the Duet en öll fjármögnun fór fram gegnum frjáls framlög á vefsíðunni AngelList, en Duet má einnig hlaða gegnum USB drif.

 

article-2716031-203F131F00000578-497_634x423

Gullfallegur vibratorinn er líka fallegur fylgihlutur og er afar hljóðlátur

 

Í augnablikinu tekur fyrirtækið við forpöntunum á Vesper, en hægt er að óska eftir áletrun á Vesper sem kostar ekki krónu, sé stafafjöldi undir 60 bókstöfum. 

Ti sagðist í viðtali við bandaríska miðilinn Fortune hafa fengið hugmyndina að forminu þegar fundum hennar bar saman við konu eina í New York, sem var með vibrator um hálsinn. 

 

Og þetta var ekki neinn brjálæðislegur vibrator sem var eins og karlmannslimur í laginu, heldur ótrúlega falleg hönnun úr ryðfríu stáli og var örsmár í þvermál. Þetta var glæsileg, falleg og vel til höfð kona sem bar sig afar vel og ég dáðist að því hversu látlaus hún var í yfirbragði og útliti með vibratorinn um hálsinn. Það er mín einlæga ósk að okkar menningarsamfélag muni einn daginn líta þeim augum á kynhvöt og kynferði kvenna; að sjálfsgælur kvenna og fullnæging þeirra muni einn daginn verða eðlilegur og sjálfsagður hluti af daglegu lífi.

 

Hér má sjá kynningarstiklu um Vesper, sem er uppseldur í forsölu og væntanlegur á markað: 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”GhoRS-bXUD4″]

 

SHARE