Liam Payne (22) hefur skrifað undir sólósamning sem bendir til þess að hann sé að hætta í One Direction. Aðdáendur Liam og One Direction eru miður sín og internetið hálfpartinn farið á hliðina eftir að þetta var tilkynnt. Viðbrögðin við þessu urðu svo mikil að Liam fann sig knúinn til að senda smá frá sér á Twitter og skrifaði:
One direction will always be my home and family but I’m very excited to see what this chapter brings.
One direction verður alltaf heimili mitt og fjölskylda en ég er mjög spenntur að sjá hvað gerist í næsta kafla.