„Líf mitt er fullt af vandræðalegum atvikum“ – Sigga Lund byrjar í útvarpinu aftur

Sigga Lund er að byrja með útvarpsþáttinn Sigga Lund síðdegis á K100,5 og verður hann á dagskrá alla virka daga frá kl 16- 18 og segist hún vera þrælspennt að komast í útvarpið aftur. Þátturinn hefur göngu sína í dag og Sigga segir að þátturinn verði laufléttur og skemmtilegur.
Sigga Lund er í Yfirheyrslunni í dag:

Fullt nafn: Sigríður Lund Hermannsdóttir
Aldur: er alveg að verða 43
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Atvinna: Fjölmiðlakona ….Ritstjóri siggalund.is og útvarpskona á K100,5

Hver var fyrsta atvinna þín? Fyrir utan það að passa börn var það unglingavinnan í Vestmannaeyjum

Mannstu eftir einhverju ákveðnu tískuslysi frá unglingsárunum? OMG Já, þau voru alltof mörg. Ég man sérstaklega eftir grænum joggingbuxum og peysu með hlébarðamunstri sem ég var mikið í, ekki smart.

Áttu leyndarmál sem mun fylgja þér til grafar? Já…ég verð að viðurkenna það

Hefurðu farið hundóánægð/ur úr klippingu og sagt ekki neitt við klipparann? Já, allt of oft, en það er langt síðan síðast. Einu sinni þorði ég aldrei að segja það sem mér finnst/fannst. En ég geri það hiklaust í dag, er ekkert feimin við það.

Kíkirðu í baðskápana hjá fólki sem þú ert í heimsókn hjá? Legg það ekki í vana minn, en það hefur alveg komið fyrir

Vandræðalegasta atvik sem þú hefur lent í? Úff líf mitt hefur verið fullt af vandræðalegum atvikum. Látum þar við sitja

Vefsíðan sem þú skoðar oftast? Siggalund.is …það segir sig sjálft vegna vinnunnar

Seinasta sms sem þú fékkst? „Erum að skipta um gipsi. Hringi eftir stutta.“ Sms frá Svala yfirmanni mínum í útvarpinu….

Hundur eða köttur? Hundur ekki spurning. Ég á tvo Ösku Lund og Lady

Ertu ástfangin? Já, það er ég svo sannarlega og ég meina það. Ég er heppin í ástum.

Hefurðu brotið lög? Já, pínu. Ég hef verið tekin fyrir of hraðan aktstur en að öðru leyti mundi ég teljast frekar löghlýðin

Hefurðu grátið í brúðkaupi? Oft og ég geri það yfirleitt alltaf. Finnst brúðkaup svo falleg.

Hefurðu stolið einhverju? Því miður, já. Ég stal einu sinni leikfangabók úr búð í eyjum þegar ég var litil stelpa, við vorum nokkrir krakkar bara að prófa. Það gerði ég svo aldrei aftur

Ef þú gætir breytt einu úr fortíðinni hvað væri það? Það er bara eitt og aðeins eitt sem ég mundi vilja breyta. Ég hefði viljað taka skynsamari ákvarðanir fjármálum þegar ég var ung. Vanþekkingin á því sviði dró langan dilk á eftir sér sem ég hefði alveg viljað vera laus við.

Hvernig sérðu þig fyrir þér þegar þú ert komin á eftirlaun? Ég sé mig njóta lífsins til hins ítrasta. Lífið er gott, ég er orðin amma. Ég er í hörkuformi þrátt fyrir að vera orðið löggilt gamalmenni og ég er ennþá yfir mig ástfangin af manninum mínum sem ég er auðvitað búin að giftast. Við búum í litlum sveitabæ rétt fyrir utan borgina og við ferðumst alveg þrælmikið…. ég er harð ákveðin í að þetta verði svona!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here