Lífi manns bjargað af lögreglu og hjúkrunarfræðingi

Lögreglumaðurinn Doug Crooper stoppar mann fyrir of hraðan akstur í Portland. Þegar Doug kemur til baka, frá því að skreppa frá í smá stund til þess að ná í sektarmiðann, er maðurinn orðinn blár og andar ekki. Hann hafði tekið of stóran skammt af heróíni.

Sjá einnig: Lögreglumaður bjargar manni frá því að stökkva fram af brú! Myndband

Doug dregur manninn út úr bílnum og fer að hamast við að bjarga lífi hans. Hjúkrunarfræðingur af bráðamóttöku er að keyra þarna hjá og stoppar til að hjálpa til.

Saman tekst þeim að bjarga lífi mannsins en það tekur langa stund að fá hjartað til að slá aftur.

 

 

https://www.youtube.com/watch?&v=2yyHvhof0ls&ps=docs

SHARE