Lífið og andleg veikindi

ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is

Frá því ég man eftir mér hefur mig langað að vera eins og allir aðrir. Þurfa ekki díla við kvíða eða þunglyndi og geta  átt gott, hamingjusamt líf. Margir segja „Já en svona er bara lífið. Það er ekki dans á rósum.“ Ég veit ekki alveg hvað er að angra mig svona mikið við þessi orð en það getur vel verið að það sé bara útaf því að flestir sem segja mér þetta, vita ekkert hvað ég hef gengið í gegnum. Jájá. Allir hafa sín vandamál. Allir hafa upplifað eitthvað. Lífið er ekki fullkomið en ég er búin að fá nett ógeð af lífinu. Ég virðist ekki fá „brake“ og ég er að sökkva meira og meira í mín andlegu veikindi.

Í 28 ár hef ég strögglað. Bókstaflega strögglað við lífið. Ofbeldi, andlegt og líkamlegt, misnotkun, nauðganir og margt fleira. Hversu mikið þarf ein manneskja að þjást spyr ég bara? Eða af hverju verðskulda ég þetta? Af hverju fæddist ég til þjást ALLT mitt líf? Verður þetta líf bærilegt einhverntímann? Ég spyr mig sjálfa að þessu á hverjum einasta degi.

Fyrir 3 eða 4 árum greindist ég með geðhvarfasýki eftir að ég var sett á lyf sem henta ekki manneskju með bipolar og ég fór yfirum og var lögð inná geðdeild. Í fyrsta skipti þarna var ég loksins rétt greind. Ég var í allskonar prófum. Stuttu seinna var ég greind með alvarlega áfallastreituröskun, auk þess er ég með vefjagigt og fleiri líkamleg og andleg vandamál. Listi af því sem ég hef ekki er örugglega styttri.

Ég ströggla á hverjum degi að þrauka daginn af. Að reyna gera eitthvað í lífinu til að það geti orðið bærilegt. Það sem ég vil meina með þessu bréfi er að þú sem ert að lesa þetta, EKKI gefast upp! Þú ert ekki ein/n! Þú getur þetta og skalt komast upp! Hamingjan bíður. Hún kemur. En hún kemur líka ekki af sjálfu sér. Líttu í spegil og sjáðu þessa sterku manneskju sem stendur fyrir framan þig. Þessi manneskja á skilið að fá gleði og hamingju. Vertu stolt/ur af þér. Þú ert hetja.

 

Ef þið viljið deila ykkar reynslu nafnlaust má senda frásögn á thjodarsalin@hun.is

SHARE