42 lífsreglur 90 ára gamallar konu

Þetta er eitthvað sem allir ættu að lesa, helst reglulega. Kláraðu endilega að lesa alveg til enda. Þetta eru lífsreglur Regina Brett sem er 90 ára gömul kona frá Cleveland, Ohio. Hún segir þetta:

Ég fagna því að fá að eldast. Ég skrifaði einu sinni 42 reglur sem lífið hefur kennt mér og hér eru þær.

1.

Lífið er ekki sanngjarnt en lífið er samt gott

2.

Þegar þú ert til vafa, taktu þá bara lítil skref

3.

Lífið er alltof stutt – Njóttu þess

4.

Vinnan þín mun ekki hugsa um þig þegar þú veikist. Það eru vinirnir og fjölskylda sem gera það

5.

Borgaðu kreditkortareikninginn mánaðarlega

6.

Þú þarft ekki að hafa betur í öllum rifrildum. Vertu trú/r sjálfri/sjálfum þér.

7.

Gráttu með einhverjum. Það græðir sárin betur en að gráta ein/n

8.

Safnaðu fyrir elliárunum frá fyrsta launaseðli

9.

Þegar kemur að súkkulaði, þá þýðir ekkert að berjast á móti

10.

Sæstu við fortíðina svo hún rústi ekki fyrir þér núinu

11.

Börnin þín mega sjá þig gráta

12.

Ekki bera líf þitt saman við líf annarra. Þú veist ekkert hvað þau hafa eða munu ganga í gegnum

13.

Ef ástarsambandið þitt þarf að vera leyndarmál, þá áttu ekki að vera í því

14.

Andaðu djúpt. Það róar hugann

15.

Losaðu þig við allt sem þú þarft ekki að nota. Óreiða dregur þig niður á margan hátt

16.

Það sem drepur þig ekki, gerir þig í alvöru sterkari

17.

Það er aldrei of seint að finna hamingjuna en það er undir þér einni/einum komið

18.

Þegar kemur að því að eltast við það sem þú vilt, ekki taka nei fyrir svar

19.

Kveiktu á kertunum, notaðu sparirúmfötin og fallegu undirfötin. Ekki spara þetta til sérstaks tilefnis. Dagurinn í dag er sérstakur.

20.

Vertu vel undirbúin/n en láttu þig svo fljóta með straumnum

21.

Vertu öðruvísi í dag. Ekki bíða til ellinnar með að ganga í þeim fötum sem þú vilt

22.

Mikilvægasta líffærið í kynlífi, er heilinn.

23.

Það stjórnar engin/n þinni hamingju nema þú

24.

Hugsaðu öll þessi svokölluðu áföll í lífi þínu svona: Mun þetta skipta máli eftir 5 ár?

25.

Veldu alltaf lífið

26.

Fyrirgefðu en gleymdu ekki

27.

Það kemur þér ekki við hvað öðru fólki finnst um þig

28.

Tíminn læknar næstum allt. Gefðu tímanum tíma

29.

Hversu góðir eða slæmir sem hlutirnir eru, þá mun það koma til með að breytast

30.

Ekki taka þig of alvarlega, það gerir það enginn annar

31.

Trúðu á kraftaverk

32.

Ekki ritskoða líf þitt. Mættu á svæðið og njóttu þess

33.

Það að verða gamall er betra en hinn kosturinn, sem er að deyja ungur

34.

Börnin þín  fá bara eina barnæsku

35.

Allt sem skiptir að lokum máli er að þú hafir elskað

36.

Farðu út á hverjum degi. Kraftaverkin bíða eftir þér allsstaðar

37.

Ef við myndum öll henda vandamálum okkar í eina hrúgu og sæjum svo vandamál allra hinna, þá myndum við fljótt grípa okkar eigin vandamál til baka

38.

Öfund er tímasóun. Sættu þig við það sem þú átt.

39.

Það besta á eftir að koma

40.

Það skiptir ekki máli hvernig þér líður, farðu á fætur, klæddu þig og mættu á svæðið

41.

Ávaxtaðu

42.

Lífið er ekki með borða og slaufu, en er samt sem áður gjöf

58648_10200264303957069_1766868412_n
Regina Brett

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here