Instagram fyrirsætan, Veronika Rajek (26), frá Slóvakíu heldur því fram að líkami hennar sé „of hættulegur“ fyrir internetið eftir að hafa orðið fyrir áreiti vegna „náttúrulega fullkomins“ líkama síns.
Veronika segir að fullkomið útlit hennar og fegurð geri fólk afbrýðisamt og hún finni fyrir mikilli líkamsskömm.
„Líkami minn er talinn hættulegur á samfélagsmiðlum og ég verð fyrir stöðugu áreiti fyrir að gera ekki neitt nema að deila myndum af líkama mínum,“ sagði Veronika í viðtali við NudePR.com.
„Þessa dagana sér maður margar konur í yfirþyngd eða jafnvel offitu á netinu sem tala um jákvæða líkamansímynd, en þegar fallegri, hávaxinni konu líður vel í eigin skinni ræðst fólk að henni og kallar hana forréttindapésa,“ sagði Veronika.
Veronika er með meira en 2 milljón fylgjendur en svo virðist sem neikvæðu athugasemdirnar sem hún fær séu að angra hana meira en hrósið er að gleðja hana.
„Þau eru bara afbrýðisöm af því ég er náttúrulega vel vaxin. Sumt fólk meira að segja tilkynnir Instagram reikninginn því þeim er ofboðið hvað ég er grönn og er að tapa peningum og missa af tækifærum vegna þessa,“ segir fyrirsætan.
Fyrirsætan hefur lagt sig fram um að sanna það að fegurð hennar sé náttúruleg og fór meðal annars í myndatöku til að sanna að hún væri ekki með sílikon í brjóstum sínum. Hún er 182 cm á hæð og segist hafa orðið fyrir stríðni þegar hún var lítil vegna hæðarinnar, og verið kölluð gíraffi.
„Ef þú ert of falleg, er eins og líkami þinn sé ógnun við samfélagið. Ég kem frá fátæku landi og hef þurft að vinna fyrir því sem ég er í dag,“ segir Veronika að lokum.