Ítalska listamanninum Alexsandro Palombo finnst vanta að það séu til fatlaðar sögupersónur í poppheiminum í dag og þess vegna ákvað hann að gera svoleiðis myndir.
Hann segir í bloggi sínu: „Hafið þið einhvern tímann séð mynd frá Disney þar sem aðalsöguhetjan er fötluð? Nei alveg örugglega ekki því það passar ekki við staðalinn sem þeir hafa sett sér.“
Sérfræðingarnir segja að það sé full þörf á því að fjalla um svona lagað þar sem einn af hverjum fimm í Bandaríkjunum eigi við einhverskonar fötlun að stríða.
Hvað finnst ykkur? Haldið þið að fötlun myndi hafa áhrif á vinsældir prinsessanna?
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.