Lily Allen tjáir sig um þá lífsreynslu að fæða andvana barn

Söngkonan Lily Allen lenti í þeirri erfiðu lífreynslu að þurfa að fæða andvana son sinn fyrir fjórum árum. Í viðtali við spjallþjáttastjórnandann Jonathan Ross ræddi Lily um það þegar hún fæddi drenginn en hún segist hafa uppgötvað hvað hún væri heppin að eiga svona góðan maka sem gat stutt hana í gegnum þetta.

Lily og Sam Cooper, sem þá var kærastinn hennar, gengu saman í gegnum þessa lífsreynslu en meðgangan var erfið fyrir Lily þar sem hún hún smitaðist af veirusýkingu og varð mjög veik.

I think it´s difficult for anybody regardless of what world they live in, and actually what I took home from that experience was… Even though it was the most unfortunate thing that can ever happen to a person, I was very fortunate in the sense that I have a loving partner to go home to and share that experience with.

Lily talaði mikið um það í þættinum sem verður sýndur í kvöld í Bretlandi að þrátt fyrir hvað missirinn var erfiður þá hafi hún gert sér grein hvað hún ætti margt í lífinu. Í stað þess að vorkenna sjálfri sér hefur Lily ákveðið að vera frekar þakklát fyrir það sem hún hefur og þá sérstaklega stuðninginn sem hún upplifði frá vinum og ættingjum á þessum tíma.

There are many women – 17 stillbirths in the UK every day – that go home and they don’t have that support, they have to go home and deal with that on their own so I am kind of in a bit of a – since that happened – in a count my blessings scenario rather than feeling sorry for myself.

Ári eftir fæðinguna gengu Lily og Sam í það heilaga. Í dag eiga þau tvær dætur, þær Ethel Mary og Marni Rose.

SHARE