Nýjasta mynd Disney um Cinderellu hefur vakið upp mikla gagnrýni fjölmiðla þar sem aðalleikkonan klæðist afar mittismjóum kjól í myndinni.
Leikkonan sem fer með hlutverk Cinderellu, Lily James, greindi frá því í viðtali við E! að hún hafi sleppt því að borða fasta fæðu til þess að komast í lífsstykkið. Lily segir að hún hafi þó ekki alveg verið á fljótandi fæðu en þegar hún þurfti að klæðast lífsstykkinu var mikið tekið upp dag eftir dag og gafst því lítill tími til að borða. Í hvert skipti sem hún borðaði þá var það á hraðferð en ef hún borðaði átti hún erfitt með losa lífsstykkið.
Ef ég borðaði mat þá melti ég illa matinn og var ropandi allan daginn í andlitið á Richard Madden og það var frekar óþægilegt. Ég borðaði súpu svo ég gæti borðað og lífsstykkið myndi ekki festast.
Disney hefur einnig hlotið gagnrýni fyrir að grenna mitti Lily enn meira í myndinni en leikkonan þvertók fyrir það og sagði að hún væri með lítið mitti og að lífsstykkið grennti hana enn meira.
Tengdar greinar:
Ef Disney persónur léku í Fifty Shades of Grey – Ekki fyrir viðkvæma
Hvernig væri hárið á Disney prinsessunum í alvöru?
Disney prinsessur með heilbrigðari líkamsvöxt
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.