Leikkonan Lindsay Lohan er komin með ólæknandi vírus en hún hefur verið á ferðalagi í Frönsku Pólýnesíu. Vírusinn er kallaður Chikungunya og smitast með moskítóflugum og veldur hita og verkjum í liðamótum.
Það er engin lækning við þessu en vírusinn er ekki banvænn.
„Það er ekki gaman að vera veikur,“ segir Lindsay Lohan á Twitter á mánudag en sagði jafnframt: „Gleðilegt ár til ykkar allra og bestu kveðjur.“
Þessa mynd birti hún svo á Instagram með þessum texta: „In good faith with good people. I refuse to let a virus effect my peaceful vacation
Tengdar greinar: