Lindsay Lohan hrækir á mann í New York

Lindsay Lohan (29) var stödd á Manhattan á dögunum og heimsótti þar bar ásamt Ali systur sinni. Þær systur fóru á salernið og voru þar í um það bil 20 mínútur en þá ákvað barþjónninn að banka á hurðina og biðja þær að yfirgefa svæðið.

Sjá einnig: „Ég vil aldrei sjá vínflösku aftur“

Lindsay var alls ekki sátt við að fá ekki að vera þarna í friði og brást við með því að segja meðal annars við manninn:

„Ertu frá Ghana?“

Viðskiptavinur á barnum fór þá að verja barþjóninn en Lindsay hrækti þá í andlit viðskiptavinarins. Systrunum var því hent út, ásamt fylgdarliði sínu. Einn af vinum Lindsay var með hótanir við barþjóninn en þá mættu 4 löggur á svæðið og stoppuðu lætin.

 

SHARE