
Lindsay Lohan og fjölskylda virðast aldrei fá nóg af drama og dramaköstum. Lindsay og móðir hennar Dina Lohan rifust svo heiftarlega nú í morgun að lögreglan var kölluð á svæðið. Ameríska pressan segir frá því að Lindsay og Dina hafi verið saman úti á lífinu í New York langt fram eftir nóttu í gær og fóru heim um 4 leitið. Vitni segir að rifrildið milli þeirra mæðgna hafi byrjað í leigubílnum á leiðinni heim og jókst svo eftir að þær stöllur komu heim. Manneskjan sem hringdi á neyðarlínuna sagði að Lindsay væri haldið á heimili móður sinnar gegn eigin vilja og á einhverjum tímapunkti virðist vera að mæðgurnar hafi farið að slást þar sem Lindsay var með skurð á fæti og skartgripir hennar voru skemmdir.
Æj æj hvenær ætla þær mæðgur að læra? líklega ekki skrítið að Lindsay sé jafn rugluð og hún er með þessar fyrirmyndir í lífi sínu. Við fylgjumst með á næstu dögum hvernig mál þróast.