Dúettinn Lion Babe sem runninn er frá New York kann að vera tiltölulega nýr af nálinni en hefur þegar stimplað sig inn í ballöðusenuna með mjúkum og seiðandi flutningi Jillian Hervey sem er dóttir sjálfar Vanessu Williams.
Dúettinn kom sterkur inn sl. haust með endurhljóðblöndun á lagi Ninu Simone, Jump Hi, í samvinnu við Childish Gambino en snúa nú aftur með ballöðunni Jungle Lady sem hefur yfir sér seiðandi, melódískan blæ.
Lagið verður einnig að finna á nýrri breiðskífu sveitarinnar sem kemur út þann 15 desember nk. á iTunes. Fallegt lag sem á fullt erindi inn í annars snjói lagðan undirbúning jóla á aðventu:
Sjáðu vinsælustu lög ársins 2014
The Voice: Magnþrungin frammistaða 18 ára á tónlist Beyoncé
Smá klúður Justin Bieber! – Mynd
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.