Lisa Marie Presley er látin

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar Priscilla, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi.

„Það er með harm í hjarta sem ég deili þeim fréttum með ykkur að fallega dóttir mín, Lisa Marie, hefur yfirgefið okkur,“ sagði Priscilla Presley í yfirlýsingu. Hún sagði dóttur sína hafa verið ástríðufulla, sterka og ástríka og bað um frið til handa fjölskyldunni til að fást við sorgina.

Presley, sem var viðstödd verðlauna­hátíð fyrr í vik­unni, var flutt í skyndi á bráðadeild í Kali­forn­íu eft­ir að hafa fengið hjarta­stopp.

Presley fannst meðvit­und­ar­laus á heim­ili sínu á fimmtu­dags­morg­un í út­hverf­inu Cala­basas í borg­inni Los Ang­eles. Fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar, Danny Keough, sem einnig býr á lóðinni, reyndi að lífga hana við þangað til bráðaliðar komu á vett­vang og fluttu hana á sjúkra­hús.

Síðastliðinn þriðju­dag voru Presley og móðir henn­ar Priscilla viðstadd­ar Gold­en Globe-hátíðina í Bever­ly Hills. Þar var Aust­in Butler verðlaunaður fyr­ir frammistöðu sína í mynd­inni El­vis.

Skoðaðu einnig:

SHARE